Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 11:08 Þessi skilaboð taka á móti viðskiptavinum Tölvuteks á heimasíðu fyrirtækisins. Skjáskot/Tölvutek Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22
Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55