Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2019 08:00 Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Jafnréttismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun