Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2019 08:00 Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Jafnréttismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun