Gat ekki hafnað þessu boði Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 11:30 Hilmar Smári Henningsson. vísir/bára Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira