Helga aðeins 15 mínútur að landa fyrsta laxinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2019 07:34 Helga Steffensen var ekki lengi að landa fyrsta laxi ársins úr Elliðaánum. Vísir/BEB Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB
Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira