Norðurslóðir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson NATO Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun