![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega.
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu.
Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni.
Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi.
Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu.
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland.
Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu.
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu.
Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga.
1.365.790.000 : 326.340. Þetta eru nýjustu mannfjöldatölur Kína, 19% mannkynsins, og Íslands sem telur 0.0045% allra jarðarbúa. Kína skipar þar að sjálfsögðu fyrsta sæti en Ísland það 179da.
Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu.
Varla geymir íþróttasagan sorglegri niðurlægingu en 7:1 sigur Þjóðverja á Brasilíumönnum. Þeir hafa talið Brasilíu "land knattspyrnunnar“, unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum og lagt í feykilegan kostnað við að bjóða keppninni heim. Þjóðin er í losti eða allsherjar reiðikasti
Íslendingar virðast margir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heimshluta.
Bankahrunið 2008 og alþjóðlega efnahagskreppan hafa leitt til stjórnmálaviðbragða sem sumpart áttu ekki að koma á óvart. Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það má herma á Grikki. Þeir kenna Evrópusambandinu og Myntbandalaginu um ófarir sem stafa af lélegri hagstjórn þeirra sjálfra.
Forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, lét svo ummælt: "Allt sem skeð hefur síðan 1989 hefur mátt sjá fyrir á þeirri grunnforsendu að landamærum Evrópu verður ekki breytt með valdi, sem nú hefur verið fleygt út.“
Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland
Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við "Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum.
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu.
Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan.
Evrópusambandið er í eðli sínu vettvangur vegna framkvæmdar sameiginlegs, breytilegs lagagrundvallar. Um er að ræða viðbrögð við dýnamískri þróun innbyrðis viðskipta og efnahagssamstarfs og ekki síður afstöðu til breyttra samskipta út á við.
Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist.
Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna.
Nú stendur fyrir dyrum myndun sameiginlegs svæðis viðskipta- og efnahagstengsla Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins.
Einangrun Íslands var rofin í seinni heimsstyrjöldinni og kalda stríðinu. Vegna ráðandi legu landsins í Norður-Atlantshafi var landið í lykilstöðu fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna. Við upplausn Sovétsamveldisins virtist svo að eyríkið skipti ekki máli og í október 2006 lauk veru bandarísks flughers í Keflavík.
Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006.
Samstarf að því er varðar menntun, menningarmál og æskulýðsmál er ein af grunnstoðum Evrópusambandsins. Ísland hóf þátttöku í verkefnum þess varðandi menntun og starfsþjálfun þegar árið 1990.
Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð.
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir.