Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:55 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira