Óeining um hækkun launa forstjóra hjá OR 9. júlí 2019 06:15 Grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, hafa verið hækkuð afturvirkt til 1. mars um 5,5, prósent. Heildarlaun hans hafa þó lækkað milli ára vegna breytinga á stjórnarsetu í dótturfélögum. Fréttablaðið/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira