Íslenska martröðin Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hælisleitendur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun