Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 13:20 Hermenn koma fyrir skriðdreka við Lincoln-minnisvarðann að beiðni Trump forseta. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna óttast að skriðdrekarnir eigi eftir að valda skemmdum við minnisvarðann. Vísir/AP Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira