Enn óútskýrð skattheimta á foreldra langveikra barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 08:15 Í maí hafði 241 foreldri fengið greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Kostnaður ríkisins við að hætta tekjuskattheimtu af þeim yrði 20 milljónir á ári. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira