Síðasta haustið frumsýnd á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni LB skrifar 1. júlí 2019 09:15 Myndin Síðasta haustið var tekin í Árneshreppi á Ströndum árið 2016. Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður. Síðasta haustið hefur verið valin í keppni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og verður heimsfrumsýning myndarinnar þar í dag, 1. júlí. Hátíðin, sem fer fram í 54. sinn í ár, hófst 28. júní og mun standa yfir fram til 6. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er ein fárra svokallaðra „A“ hátíða. Leikstjóri er Yrsa Roca Fannberg og framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir og framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sá um klippingu. Hljóðhönnuður var Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Myndin er tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar fjórir bændur af átta hættu búskap. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður. Síðasta haustið hefur verið valin í keppni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og verður heimsfrumsýning myndarinnar þar í dag, 1. júlí. Hátíðin, sem fer fram í 54. sinn í ár, hófst 28. júní og mun standa yfir fram til 6. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er ein fárra svokallaðra „A“ hátíða. Leikstjóri er Yrsa Roca Fannberg og framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir og framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sá um klippingu. Hljóðhönnuður var Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Myndin er tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar fjórir bændur af átta hættu búskap.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira