Helgi kaupir í Stoðum fyrir um tvö hundruð milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 17. júlí 2019 07:45 Helgi var á meðal þeirra sem keyptu hlut Arion í Stoðum. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Sjá meira
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar. Þannig nemur eignarhlutur Hofgarða, félags í eigu Helga, um 0,94 prósentum eftir kaupin miðað við útstandandi hlutafé Stoða, samkvæmt nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins og Markaðurinn hefur undir höndum. Helgi var í hópi nítján fjárfesta og sjóða sem keyptu um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu föstudaginn 28. júní síðastliðinn en tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags bankans, fóru fyrir fjárfestahópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum var seldur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Þá fjárfestu tvö félög í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu – Eldhrímnir ehf. og Fininvest ehf. – í Stoðum fyrir samanlagt um fjögur hundrað milljónir. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundsarog Sigríðar Arnbjarnardóttur ásamt börnum þeirra, á núna tæplega eins prósents hlut í Stoðum. Eldhrímnir var á meðal stærstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekkt sem Siggi´s Skyr, sem var selt til franska mjúlkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018, jafnvirði 40 milljarða króna á þáverandi gengi. Þá keypti félagið Fininvest ehf., sem var stofnað í síðasta mánuði, sömuleiðis nærri eins prósenta hlut í Stoðum en bræðurnir Sveinn og Arnbjörn Ingimundarsynir sitja í stjórn félagsins. Á meðal annarra fjárfesta, eins og upplýst var um í Markaðinum í síðustu viku, var Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en hann keypti í Stoðum fyrir um 300 milljónir og fer með um 1,3 prósenta hlut í gegnum félagið Vindhamar. Þá keypti Óttar Pálsson, stjórnarmaður í Kaupþingi og meðeigandi hjá LOGOS, fyrir um 100 milljónir í gegnum eignarhaldsfélagið Kaldakur og er hann á meðal tuttugu stærstu hluthafa Stoða með 0,47 prósenta hlut. Aðrir sem hafa bæst á lista yfir stærstu hluthafa Stoða, og eiga hver um sig hlut í félaginu að jafnvirði um 50 milljónir króna, er meðal annars Helga Árnadóttir athafnakona, Ingimundur Ingimundarson, stór hluthafi í HB Granda, Jóhannes Bjarni Björnsson, meðeigandi hjá Landslögum, og Sigurður Gísli Pálmson, annar eigenda IKEA á Íslandi. Helgi Magnússon, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, keypti í byrjun síðasta mánaðar helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högnuðust um 1.100 milljónir á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með um 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Sjá meira