Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2019 06:00 Afplánun vararefsinga fer fram á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira