Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2019 18:45 Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07