Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:59 Frá Laugavegshlaupi fyrri ára. Mynd/Ólafur Þórisson og Frank Tschöpe Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér. Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér.
Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira