Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Vísir/aðsend Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“ Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32
Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36