Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:15 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira