Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 11:30 Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa. Noregur Trúmál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa.
Noregur Trúmál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira