Stjórnmál og asnaskapur Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Eitt helsta einkenni, og jafnframt það bagalegasta, á stjórnmálum okkar daga er þetta: Ef þú ert nógu mikill rugludallur og helst dóni líka sem skeytir engu um sannleika eða rök, geturðu verið nokkuð viss um að þú eigir góðan sjens á að ná í um það bil 20% fylgi í kosningum, jafnvel meira. Slíkt fylgi er nóg til að hafa veruleg áhrif í vestrænum lýðræðisríkjum. Ákaflega margir stjórnmálamenn víða um lönd hafa uppgötvað þetta, m.a. leiðtogi hins frjálsa heims svokallaður. Hann finnur sífellt nýja botna í málflutningi sínum, eins og við sáum dæmi um í liðinni viku þegar rasistagarg hans á Twitter ómaði um heimsbyggðina. Yfirgengilegur dónaskapur Trumps nýtur fylgis um 20% kosningabærra Bandaríkjamanna, held ég að megi óhikað áætla. Það getur nægt til sigurs í kosningum þar sem innan við helmingur mætir á kjörstað. Í Bretlandi hafa fjölmargir refir uppgötvað þetta trix og hafa náð að skapa glundroða þar í landi sér í hag á undanförnum misserum. Á Íslandi er útlit fyrir að nokkrir séu að spila þennan leik. Dónaröfl á Klausturbar skilar árangri. Virðingarleysi fyrir staðreyndum í flóknum deilumálum líka. Í rauninni er þetta mesta nýjungin í stjórnmálakænsku á síðari árum. Vertu bara nógu mikill asni.Nokkrar ástæður Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þetta virkar. Í fyrsta lagi: Sértu nógu fáránlegur í yfirlýsingum og nógu skeytingarlaus um heilbrigða skynsemi eru verulegar líkur á að þú náir athygli óánægjufylgisins. Þetta eru þeir kjósendur sem eru svo óánægðir með tilveruna að þeir vilja helst kjósa til áhrifa þá aðila sem eru líklegir til þess að gera sem mestan usla. Þessir kjósendur vilja senda tundurskeyti með atkvæði sínu inn í „þetta drasl“. Önnur ástæða fyrir því að asnaskapur virkar liggur í offlæði upplýsinga og vissu afstæði sem ríkir um staðreyndir. Sú sem hefur kannað málin og gert rannsóknir þykir jafnvel hrokafull. Sumir kjósendur vilja ekki láta sérfræðinga segja sér fyrir verkum. Þeir eru líklegir til að kjósa — í tilvistarlegri uppreisn gegn þekkingu — þá aðila sem halda þveröfugu fram, helst alveg án rannsókna. Loftslagsmál eru ágætt dæmi um þetta. Í veröld þar sem eiginlega allir eru orðnir sammála um að mannkynið sé að tortíma sér getur verið snjallt að vera sá eini sem segir hið gagnstæða, og segja það nógu hátt. Þetta er dauðafæri til sérstöðu. Innra samtal kjósenda, sem hér liggur til grundvallar, er einhvern veginn svona: Ég ætla að kjósa þann sem segir annað en allir aðrir segja, vegna þess að ég geri það sem mér sýnist. Veröldin er mér andsnúin. Hér er tækifæri til að gera uppreisn gegn henni. Svona hugsa sumir, og muniði: Takmarkið er bara að ná í 20%. Það nægir. Engu máli skiptir þótt 80% hristi hausinn og fórni höndum.Traust skiptir litlu Þriðja ástæðan eru þessu tengd. Hún liggur í yfirgripsmiklu vantrausti sem ríkir almennt til stjórnmála. Vantraustið er í mörgum tilvikum áunnið en líka á vissan hátt kerfislægt. Í raun felst í stjórnmálaþátttöku ákveðin vantraustsgildra sem eiginlega allir þátttakendur í stjórnmálum lenda í. Hún felst í þeim yfirgripsmikla misskilningi að stjórnmálamenn, einir og sér, ráði einhverju. Kjósendur vilja að stjórnmálamenn lofi. Þeir gera það. Svo þegar á hólminn er komið geta þeir ekki staðið við loforð sín. Ástæðan fyrir því er einföld: Þeir ráða engu einir. Það er raunar gott og heitir valddreifing og lýðræði. Stjórnmálamenn í heilbrigðu lýðræðisríki verða alltaf að semja og koma til móts við önnur sjónarmið en sín eigin. Þeir ættu þess vegna aldrei að lofa neinu. Þeir ættu bara að segja hvað þeir, sem slíkir, vilja. Hvað þeir standa fyrir. Ekki meira. Vegna þessa misskilnings er andrúmsloft stjórnmálanna óheilbrigt og samband kjósenda og stjórnmálafólks í klessu. Það eru frábær tíðindi fyrir rugludalla. Í kringumstæðum þar sem eiginlega enginn nýtur trausts þurfa stigamenn ekki að hafa áhyggjur af trausti. Enginn er verri en hver annar. Nógu mikil athygli nægir til árangurs.Stærsta viðfangsefnið Fjórða ástæðan er líklega sú alvarlegasta. Til er óhemju fjöldi fólks sem einfaldlega trúir rugli. Jörðin er flöt. Evrópusambandið er samsæri. Litað fólk á að fara „heim til sín“. Gróðurhúsaáhrifin eru ekki til. Ef þú ert þannig innréttaður, eins og Trump og fleiri, geturðu talað til þessa fólks og verið þess maður. Atkvæði er atkvæði. Eftir stendur þá spurningin: Hvað á að gera í þessu? Mannkynið má alls ekki við svona löguðu. Blygðunarlausir apakettir mega ekki æða með veröldina í enn einn hörmungarhringinn. Jörðin hitnar. Nú þarf aðgerðir og samstöðu. Ógnir blasa við. Stærsta viðfangsefni nútímastjórnmála — og lífið liggur við — er að finna leið til þess að segja drullusokkum á einhvern hátt sem virkar að grjóthalda kjafti og skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt helsta einkenni, og jafnframt það bagalegasta, á stjórnmálum okkar daga er þetta: Ef þú ert nógu mikill rugludallur og helst dóni líka sem skeytir engu um sannleika eða rök, geturðu verið nokkuð viss um að þú eigir góðan sjens á að ná í um það bil 20% fylgi í kosningum, jafnvel meira. Slíkt fylgi er nóg til að hafa veruleg áhrif í vestrænum lýðræðisríkjum. Ákaflega margir stjórnmálamenn víða um lönd hafa uppgötvað þetta, m.a. leiðtogi hins frjálsa heims svokallaður. Hann finnur sífellt nýja botna í málflutningi sínum, eins og við sáum dæmi um í liðinni viku þegar rasistagarg hans á Twitter ómaði um heimsbyggðina. Yfirgengilegur dónaskapur Trumps nýtur fylgis um 20% kosningabærra Bandaríkjamanna, held ég að megi óhikað áætla. Það getur nægt til sigurs í kosningum þar sem innan við helmingur mætir á kjörstað. Í Bretlandi hafa fjölmargir refir uppgötvað þetta trix og hafa náð að skapa glundroða þar í landi sér í hag á undanförnum misserum. Á Íslandi er útlit fyrir að nokkrir séu að spila þennan leik. Dónaröfl á Klausturbar skilar árangri. Virðingarleysi fyrir staðreyndum í flóknum deilumálum líka. Í rauninni er þetta mesta nýjungin í stjórnmálakænsku á síðari árum. Vertu bara nógu mikill asni.Nokkrar ástæður Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þetta virkar. Í fyrsta lagi: Sértu nógu fáránlegur í yfirlýsingum og nógu skeytingarlaus um heilbrigða skynsemi eru verulegar líkur á að þú náir athygli óánægjufylgisins. Þetta eru þeir kjósendur sem eru svo óánægðir með tilveruna að þeir vilja helst kjósa til áhrifa þá aðila sem eru líklegir til þess að gera sem mestan usla. Þessir kjósendur vilja senda tundurskeyti með atkvæði sínu inn í „þetta drasl“. Önnur ástæða fyrir því að asnaskapur virkar liggur í offlæði upplýsinga og vissu afstæði sem ríkir um staðreyndir. Sú sem hefur kannað málin og gert rannsóknir þykir jafnvel hrokafull. Sumir kjósendur vilja ekki láta sérfræðinga segja sér fyrir verkum. Þeir eru líklegir til að kjósa — í tilvistarlegri uppreisn gegn þekkingu — þá aðila sem halda þveröfugu fram, helst alveg án rannsókna. Loftslagsmál eru ágætt dæmi um þetta. Í veröld þar sem eiginlega allir eru orðnir sammála um að mannkynið sé að tortíma sér getur verið snjallt að vera sá eini sem segir hið gagnstæða, og segja það nógu hátt. Þetta er dauðafæri til sérstöðu. Innra samtal kjósenda, sem hér liggur til grundvallar, er einhvern veginn svona: Ég ætla að kjósa þann sem segir annað en allir aðrir segja, vegna þess að ég geri það sem mér sýnist. Veröldin er mér andsnúin. Hér er tækifæri til að gera uppreisn gegn henni. Svona hugsa sumir, og muniði: Takmarkið er bara að ná í 20%. Það nægir. Engu máli skiptir þótt 80% hristi hausinn og fórni höndum.Traust skiptir litlu Þriðja ástæðan eru þessu tengd. Hún liggur í yfirgripsmiklu vantrausti sem ríkir almennt til stjórnmála. Vantraustið er í mörgum tilvikum áunnið en líka á vissan hátt kerfislægt. Í raun felst í stjórnmálaþátttöku ákveðin vantraustsgildra sem eiginlega allir þátttakendur í stjórnmálum lenda í. Hún felst í þeim yfirgripsmikla misskilningi að stjórnmálamenn, einir og sér, ráði einhverju. Kjósendur vilja að stjórnmálamenn lofi. Þeir gera það. Svo þegar á hólminn er komið geta þeir ekki staðið við loforð sín. Ástæðan fyrir því er einföld: Þeir ráða engu einir. Það er raunar gott og heitir valddreifing og lýðræði. Stjórnmálamenn í heilbrigðu lýðræðisríki verða alltaf að semja og koma til móts við önnur sjónarmið en sín eigin. Þeir ættu þess vegna aldrei að lofa neinu. Þeir ættu bara að segja hvað þeir, sem slíkir, vilja. Hvað þeir standa fyrir. Ekki meira. Vegna þessa misskilnings er andrúmsloft stjórnmálanna óheilbrigt og samband kjósenda og stjórnmálafólks í klessu. Það eru frábær tíðindi fyrir rugludalla. Í kringumstæðum þar sem eiginlega enginn nýtur trausts þurfa stigamenn ekki að hafa áhyggjur af trausti. Enginn er verri en hver annar. Nógu mikil athygli nægir til árangurs.Stærsta viðfangsefnið Fjórða ástæðan er líklega sú alvarlegasta. Til er óhemju fjöldi fólks sem einfaldlega trúir rugli. Jörðin er flöt. Evrópusambandið er samsæri. Litað fólk á að fara „heim til sín“. Gróðurhúsaáhrifin eru ekki til. Ef þú ert þannig innréttaður, eins og Trump og fleiri, geturðu talað til þessa fólks og verið þess maður. Atkvæði er atkvæði. Eftir stendur þá spurningin: Hvað á að gera í þessu? Mannkynið má alls ekki við svona löguðu. Blygðunarlausir apakettir mega ekki æða með veröldina í enn einn hörmungarhringinn. Jörðin hitnar. Nú þarf aðgerðir og samstöðu. Ógnir blasa við. Stærsta viðfangsefni nútímastjórnmála — og lífið liggur við — er að finna leið til þess að segja drullusokkum á einhvern hátt sem virkar að grjóthalda kjafti og skammast sín.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar