Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 10:27 Hreyfing þarf að breyta viðskiptaháttum sínum eftir auglýsingar sínar um sumartilboð á árskortum. Getty/Virojt Changyencham Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“ Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“
Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira