Olíuleki í Hvalfirði: „Við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 20:25 Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins. Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins.
Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27