Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Laila Matar og Rosanno Ocampo og Hilary Power skrifa 30. júlí 2019 07:00 Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. Við sáum Ísland sýna leiðtogafærni sína í verki með því að setja fram og koma í gegn ályktun um að koma mannréttindamálum Filippseyja á dagskrá SÞ. Þúsundir hafa verið teknir af lífi á Filippseyjum í hinu svokallaða „stríði gegn fíkniefnum“ sem Rodrigo Duterte forseti hóf og hafa þeir sem berjast fyrir mannréttindum og eru gagnrýnir á stjórnvöld í landinu mátt þola hótanir og ógnanir. Fyrir okkur sem störfum í ráðinu skipti þetta sköpum, sérstaklega fyrir Filippseyingana í hópnum. Þetta var markviss stefnubreyting frá algjöru refsileysi fyrir þá skelfilegu glæpi sem ríkisstjórn Duterte hefur framið gagnvart þúsundum, í átt til ábyrgðar. Þessi glæta vonar og réttlætis olli því að margir brustu í grát. Umfang ályktunarinnar, sem var samþykkt af ríkjum um allan heim, er látlaust. Einfaldlega er beðið um skýrslu Mannréttindastofnunar SÞ um ástandið á Filippseyjum. Sérfræðingar SÞ og samtaka okkar hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn, en við sjáum að ályktunin er mikilvægt skref í áttina að því að takast á við þá krísu í mannréttindamálum sem hefur kostað svo mörg líf á Filippseyjum. Hinn mikli fjöldi drápa á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu lögum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið séuð skotin og drepin. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Þá hefur hann einnig heitið því að halda verndarhendi yfir lögreglumönnum og öðrum sem drepa, svo þeir þurfi ekki að svara fyrir það í réttarsal. Samkvæmt áreiðanlegum áætlunum frá sjálfstæðum félagasamtökum og Mannréttindaráði Filippseyja hafa fleiri en 27 þúsund manns verið drepin í „eiturlyfjastríðinu“. Jafnvel lögreglan sjálf viðurkennir að hafa drepið fleiri en 6.600 manns en reynir að réttlæta drápin á grundvelli þess að öll fórnarlömbin hafi „barist til baka“. En samkvæmt mannréttindasamtökum og fjölmiðlum hefur lögreglan skipulega komið fyrir sönnunargögnum á fórnarlömbum sínum, til dæmis byssum og eiturlyfjum, til að réttlæta drápin. Lögreglan hefur einnig notað þessar aðferðir til að aðstoða þriðja aðila við að komast upp með dráp. Ályktun Mannréttindaráðsins er ekki úr lausu lofti gripin. Ísland hefur þegar leitt þrjár yfirlýsingar, sem studdar voru af nærri 40 ríkjum, árin 2017 og 2018. Sú síðasta gaf vísbendingu um að formleg ályktun væri í vændum ef stjórnvöld á Filippseyjum breyttu ekki stefnu sinni. Bæði fyrrverandi og núverandi yfirmenn mannréttindamála SÞ vöruðu einnig við þessu. Í febrúar árið 2018 tilkynnti Alþjóðadómstóllinn í Haag að rannsókn myndi fara fram. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa haft nægan tíma til að stöðva drápin og rannsaka brot. En þau gerðu það ekki. Þess í stað halda líkin áfram að hrannast upp í þéttbýli Maníla og annars staðar í landinu. Börn úr fátækustu kimum samfélagsins halda áfram að verða munaðarlaus þegar fyrirvinnur þeirra eru drepnar. Áfram er logið upp á gagnrýnendur stjórnvalda og þeir niðurníddir og áreittir. Gerendur er ekki sóttir til saka, nema í einu tilviki sem náðist á myndbandsupptöku og sýndi lögreglumenn drepa varnarlausan ungling. Drápin halda áfram á hverjum degi og Duterte forseti hefur heitið því að stríð hans muni harðna enn frekar. Á sama tíma og Mannréttindaráðið ræddi ályktunina sem Íslands setti fram, drap lögreglan þriggja ára stúlku, að nafni Myka, í aðgerð á heimili hennar nálægt Maníla. Á sama tíma reyndu stjórnvöld á Filippseyjum að fá ríki um allan heim til að stöðva ályktunina, með falsfréttum um ástandið í landinu. Framganga þeirra og harka kom öllum á óvart, meira að segja þeim okkar sem fylgst höfum með stærri og öflugri ríkjum reyna að bæla niður mannréttindaályktanir gagnvart sér. Aðferðirnar eru þó ekki nýjar af nálinni. Á meðan Filippseyjar hafa reynt að láta líta svo út að þær séu samstarfsfús meðlimur ráðsins, þá hafa þarlend stjórnvöld nýtt skóinn af sérfræðingum SÞ sem kallað hafa eftir aðgerðum – kallað þá „vitsmunalega hefta“ og „óvini ríkisins“. Einn sérfræðingur SÞ í málefnum innfæddra var settur á lista yfir hryðjuverkamenn eftir að hún gagnrýndi stjórnvöld og hótaði Duterte sjálfur að löðrunga hana ef hún krefðist frekari svara um eiturlyfjastríðið. Það kemur heldur ekki á óvart að stuðningsmenn stjórnvalda á Filippseyjum hafi gagnrýnt Ísland fyrir að „virða ekki fullveldi landsins“. Það er algengt stef í málflutningi ríkja sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum að reyna að skýla bæði sér og öðrum í sömu stöðu. En þótt forysta Íslands hafi verið djörf og borið þann árangur að vekja athygli á fórnarlömbunum, þrátt fyrir harða andstöðu Filippseyja, þá var ekki óeðlilegt að hún skyldi velja að gera það. Þetta er það sem ætlast er til af meðlimum æðsta ráðs mannréttinda í heiminum sem leiða margir sambærilegar ályktanir gegn öðrum ríkjum. Hinn gríðarlegi fjöldi drápa á Filippseyjum, hvatning forseta þeirra, ábyrgðarleysið og fjandsamleg afstaða gagnvart gangverki Mannréttindaráðs SÞ gerði það að verkum að ástandið var orðið óbærilegt og löngu kominn tími á að taka á því. Ísland sýndi mikið hugrekki með frumkvæði sínu. Á mörgum stöðum í heiminum brjóta mörg stjórnvöld á mannréttindum þegna sinna, en aðeins örfáir eru tilbúnir að gera þau ábyrg fyrir gjörðum sínum. Ísland virðist taka hlutverk sitt sem meðlimur Mannréttindaráðsins alvarlega sem og ástandið á Filippseyjum. Önnur ríki ættu að fylgja því fordæmi.Laila Matar fulltrúi Mannréttindavaktarinnar hjá SÞ, Rosanno Ocampo, dagskrárfulltrúi og tengiliður FORUM ASIA hjá SÞ, og Hilary Power, talsmaður Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. Við sáum Ísland sýna leiðtogafærni sína í verki með því að setja fram og koma í gegn ályktun um að koma mannréttindamálum Filippseyja á dagskrá SÞ. Þúsundir hafa verið teknir af lífi á Filippseyjum í hinu svokallaða „stríði gegn fíkniefnum“ sem Rodrigo Duterte forseti hóf og hafa þeir sem berjast fyrir mannréttindum og eru gagnrýnir á stjórnvöld í landinu mátt þola hótanir og ógnanir. Fyrir okkur sem störfum í ráðinu skipti þetta sköpum, sérstaklega fyrir Filippseyingana í hópnum. Þetta var markviss stefnubreyting frá algjöru refsileysi fyrir þá skelfilegu glæpi sem ríkisstjórn Duterte hefur framið gagnvart þúsundum, í átt til ábyrgðar. Þessi glæta vonar og réttlætis olli því að margir brustu í grát. Umfang ályktunarinnar, sem var samþykkt af ríkjum um allan heim, er látlaust. Einfaldlega er beðið um skýrslu Mannréttindastofnunar SÞ um ástandið á Filippseyjum. Sérfræðingar SÞ og samtaka okkar hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn, en við sjáum að ályktunin er mikilvægt skref í áttina að því að takast á við þá krísu í mannréttindamálum sem hefur kostað svo mörg líf á Filippseyjum. Hinn mikli fjöldi drápa á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu lögum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið séuð skotin og drepin. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Þá hefur hann einnig heitið því að halda verndarhendi yfir lögreglumönnum og öðrum sem drepa, svo þeir þurfi ekki að svara fyrir það í réttarsal. Samkvæmt áreiðanlegum áætlunum frá sjálfstæðum félagasamtökum og Mannréttindaráði Filippseyja hafa fleiri en 27 þúsund manns verið drepin í „eiturlyfjastríðinu“. Jafnvel lögreglan sjálf viðurkennir að hafa drepið fleiri en 6.600 manns en reynir að réttlæta drápin á grundvelli þess að öll fórnarlömbin hafi „barist til baka“. En samkvæmt mannréttindasamtökum og fjölmiðlum hefur lögreglan skipulega komið fyrir sönnunargögnum á fórnarlömbum sínum, til dæmis byssum og eiturlyfjum, til að réttlæta drápin. Lögreglan hefur einnig notað þessar aðferðir til að aðstoða þriðja aðila við að komast upp með dráp. Ályktun Mannréttindaráðsins er ekki úr lausu lofti gripin. Ísland hefur þegar leitt þrjár yfirlýsingar, sem studdar voru af nærri 40 ríkjum, árin 2017 og 2018. Sú síðasta gaf vísbendingu um að formleg ályktun væri í vændum ef stjórnvöld á Filippseyjum breyttu ekki stefnu sinni. Bæði fyrrverandi og núverandi yfirmenn mannréttindamála SÞ vöruðu einnig við þessu. Í febrúar árið 2018 tilkynnti Alþjóðadómstóllinn í Haag að rannsókn myndi fara fram. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa haft nægan tíma til að stöðva drápin og rannsaka brot. En þau gerðu það ekki. Þess í stað halda líkin áfram að hrannast upp í þéttbýli Maníla og annars staðar í landinu. Börn úr fátækustu kimum samfélagsins halda áfram að verða munaðarlaus þegar fyrirvinnur þeirra eru drepnar. Áfram er logið upp á gagnrýnendur stjórnvalda og þeir niðurníddir og áreittir. Gerendur er ekki sóttir til saka, nema í einu tilviki sem náðist á myndbandsupptöku og sýndi lögreglumenn drepa varnarlausan ungling. Drápin halda áfram á hverjum degi og Duterte forseti hefur heitið því að stríð hans muni harðna enn frekar. Á sama tíma og Mannréttindaráðið ræddi ályktunina sem Íslands setti fram, drap lögreglan þriggja ára stúlku, að nafni Myka, í aðgerð á heimili hennar nálægt Maníla. Á sama tíma reyndu stjórnvöld á Filippseyjum að fá ríki um allan heim til að stöðva ályktunina, með falsfréttum um ástandið í landinu. Framganga þeirra og harka kom öllum á óvart, meira að segja þeim okkar sem fylgst höfum með stærri og öflugri ríkjum reyna að bæla niður mannréttindaályktanir gagnvart sér. Aðferðirnar eru þó ekki nýjar af nálinni. Á meðan Filippseyjar hafa reynt að láta líta svo út að þær séu samstarfsfús meðlimur ráðsins, þá hafa þarlend stjórnvöld nýtt skóinn af sérfræðingum SÞ sem kallað hafa eftir aðgerðum – kallað þá „vitsmunalega hefta“ og „óvini ríkisins“. Einn sérfræðingur SÞ í málefnum innfæddra var settur á lista yfir hryðjuverkamenn eftir að hún gagnrýndi stjórnvöld og hótaði Duterte sjálfur að löðrunga hana ef hún krefðist frekari svara um eiturlyfjastríðið. Það kemur heldur ekki á óvart að stuðningsmenn stjórnvalda á Filippseyjum hafi gagnrýnt Ísland fyrir að „virða ekki fullveldi landsins“. Það er algengt stef í málflutningi ríkja sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum að reyna að skýla bæði sér og öðrum í sömu stöðu. En þótt forysta Íslands hafi verið djörf og borið þann árangur að vekja athygli á fórnarlömbunum, þrátt fyrir harða andstöðu Filippseyja, þá var ekki óeðlilegt að hún skyldi velja að gera það. Þetta er það sem ætlast er til af meðlimum æðsta ráðs mannréttinda í heiminum sem leiða margir sambærilegar ályktanir gegn öðrum ríkjum. Hinn gríðarlegi fjöldi drápa á Filippseyjum, hvatning forseta þeirra, ábyrgðarleysið og fjandsamleg afstaða gagnvart gangverki Mannréttindaráðs SÞ gerði það að verkum að ástandið var orðið óbærilegt og löngu kominn tími á að taka á því. Ísland sýndi mikið hugrekki með frumkvæði sínu. Á mörgum stöðum í heiminum brjóta mörg stjórnvöld á mannréttindum þegna sinna, en aðeins örfáir eru tilbúnir að gera þau ábyrg fyrir gjörðum sínum. Ísland virðist taka hlutverk sitt sem meðlimur Mannréttindaráðsins alvarlega sem og ástandið á Filippseyjum. Önnur ríki ættu að fylgja því fordæmi.Laila Matar fulltrúi Mannréttindavaktarinnar hjá SÞ, Rosanno Ocampo, dagskrárfulltrúi og tengiliður FORUM ASIA hjá SÞ, og Hilary Power, talsmaður Amnesty International.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar