Nýi talsmaður kjötinnflytjenda Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2019 11:10 Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar