Fólk nýti aðra daga en frídaginn til innkaupa Sighvatur@frettabladid.is skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR FBL/Sigtryggur Ari „Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
„Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira