Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 11:19 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. fréttablaðið/GVA Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara.
Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira