Banatilræði við íslenska sauðfjárbændur – 2 ára gamalt kjöt flutt eins langt og hægt er Ásta F. Flosadóttir skrifar 1. ágúst 2019 11:19 Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar