Innlent

Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn

Birgir Olgeirsson skrifar
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir.
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir. Vísir/Jóhann K.
Leit sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni vopnuðum skotvopni í Breiðholti á laugardagskvöld og aðafarnótt sunnudags skilaði engum árangri.

Lögreglu barst tilkynning um mann sem átti að hafa verið á gangi í hverfinu með haglabyssu í hönd á ellefta tímanum síðastliðið laugardagskvöld. Lögreglan brást við með því að ræsa út talsvert lið lögreglumanna og ræsa sérsveit Ríkislögreglustjóra.

Eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um mann með skotvopn barst henni önnur tilkynning um hvelli í hverfinu. Leitin stóð yfir í eina og hálfa klukkustund en skilaði ekki árangri. Farið yfir myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu en það skilaði engu að sögn Gunnars Hilmarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Kópavogi.

Á meðan aðgerðum stóð var götum lokað tímabundið við Krummahóla en aðgerðum lauk á öðrum aðfaranótt sunnudags.

Gunnar segir í samtali við Vísi að hvellirnir sem heyrðust hafi að öllum líkindum verið frá einhverjum sem hafði kveikt í skoteld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×