Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 21:00 Mary Robinson segir það ekki nóg að vera meðvituð um vandann, það þurfi að bregðast við af alvöru. Stöð 2 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“ Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. Jökullinn var sá fyrsti hér á landi til þess að missa titil sinn árið 2014 og var haldin minningarathöfn við Ok í dag þar sem settur var upp minnisvarði með minningarorðum um jökulinn og skilaboðum til komandi kynslóða. „Þetta er augnablik sem við verðum að nýta til þess að ná alvöru árangri í verki,“ sagði Robinson í viðtali við fréttastofu í dag. Hún segir það löngu tímabært að fólk taki varnaðarorðum vísindamanna alvarlega og grípi til aðgerða.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Á morgun koma leiðtogar Norðurlandanna saman og vonar Robinson að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggi það til að leiðtogar ríkjanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi. Katrín sé vel að sér í loftslagsmálum og það myndi hafa áhrif á alla heimsbyggðina ef Norðurlöndin tækju höndum saman í þessum efnum. „Hvað þýðir [loftslagsneyðarástand]? Það þýðir að við hættum að tala um loftslagsbreytingar eins og vandamál framtíðarinnar, eitthvað sem gæti gerst og við tökum því alvarlega og minnkum útblástur. Útblástur er að aukast og við erum ekki á leið í átt að öruggari heimi fyrir börnin okkar og barnabörn,“ sagði Robinson og bætti við að yngstu kynslóðir heimsins væru farnar að kalla eftir breytingum og að Ísland væri engin undantekning þar.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi „Forsætisráðherrann ykkar er mjög fróður í loftslagsmálum en ég held að ef við fengjum sameiginlega yfirlýsingu frá Norðurlöndunum, það væri það besta í stöðunni. Það myndi hafa áhrif á heiminn okkar, það myndi skipta sköpum, það myndi heiðra Ok, þennan jökul sem hefur dáið vegna okkar gjörða.“ Robinson segir fólk sífellt verða meira meðvitað um útblástur og mengandi iðnað en þrátt fyrir það væri slíkt enn að aukast. Það sé því ekki nóg að vera meðvitaður um vandann, það þurfi einfaldlega að breyta öllu því það sé óásættanlegt að hugsa til þess að eftir tvö hundruð ár gætu allir jöklar landsins verið horfnir. „Við verðum að skilja að við getum átt mun betri heim, mun heilbrigðari heim, jafnari heim, heim þar sem allir hafa aðgang að hreinni orku,“ segir Robinson.Hér að neðan má sjá viðtalið við Mary Robinson í heild sinni. Klippa: Mary Robinson: 'Við þurfum að breyta öllu“
Írland Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24