Óbreytt agúrka Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar