Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2019 13:13 Wiktoria Joanna telur sig grátt leikna af Hatara, hún vill ekki una því og hefur nú stefnt þeim fyrir samningsbrot. Aðstandendur tónleikahátíðarinnar Iceland to Poland hyggjast stefna hljómsveitinni Hatara vegna vanefnda og svika. Þau hjá Hatara hafa brugðist við með stuttri yfirlýsingu:Til þeirra sem málið varðar,Svikamyllu ehf. hefur ekki borist stefna af neinu tagi. Ástæðan fyrir því að margmiðlunarverkefnið Hatari hætti við þáttöku í þessari hátíð er að það var ekki séð fram á að sveitin fengi greitt fyrir sína framkomu.Virðingarfyllst, Svikamylla ehf.Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Einar Hrafn Stefánsson, sem nefndur er sérstaklega til leiks í stefnu sem Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur tekið saman á hendur Hatara, sagði í stuttu samtali við Vísi að hann kannaðist við téðar deilur en hann hafi ekki séð neina stefnu. En, kaus svo að bregðast við frekari fyrirspurnum með samráði við aðra meðlimi Hatara og þá með áðurnefndri yfirlýsingu. Samkvæmt heimildum Vísis fór stefnan í birtingu í dag.Lögmaður Wiktoriu er Sævar Þór Jónsson en stefnan fór í birtingu í dag.Vísir/VilhelmWiktoria Joanna Ginter er aðalskipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland og hún segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka hljómsveitina Hatara á hátíðina. Wiktoria segir sveitina hafa skrifað undir samning sem kveður á um að Hatari komi fram en hljómsveitin hafi síðan hætt við í kjölfar þess að ekki var orðið við kröfu um sex sinnum hærri þóknun en í fyrstu var um rætt. Eða, svo segir Wiktoria sem hefur nú stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Fer hátíðin fram dagana 20. til 24. ágúst.Bókaði Hatara áður en frægðarsól hljómsveitarinnar reis Í samtali við Vísi um málið segir Wiktoria að sveitin hafi verið bókuð á hátíðina í febrúar, en upphaflega hafi viðræður um þátttöku Hatara í verkefninu hafist í desember 2018. Það var áður en sveitin vann sigur í Söngvakeppni sjónvarpsins og varð þannig framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar. „Hatari var á þessum tíma mun minna þekkt sveit en í dag, á Íslandi vissu ekki margir af þeim, hvað þá í Póllandi. Ég vildi fá þá til Póllands og víkka markaðinn þeirra,“ segir Wiktoria.Hatari á sviðinu í Ísrael í Eurovision-keppninni en framganga þeirra þar vakti mikla og verðskuldaða athygli.Getty/Gui PrivesSegist hún hafa verið vinkona sveitarmeðlima. Hún hafi verið iðin við að koma hljómsveitinni á framfæri og mæla með henni við fjölda fólks. Hún hafi einnig þýtt texta sveitarinnar yfir á pólsku sem vinagreiða við Matthías Tryggva Haraldsson, annan söngvara sveitarinnar, þar sem hann vildi þjónusta stærsta erlenda minnihlutahóp Íslands.Samningur fyrirliggjandi Wiktoria hafði hugsað sér að bóka GusGus sem aðalnúmer hátíðarinnar, en segir það ekki hafa gengið þegar litið var til tímasetninga. Sigtryggur Baldursson hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar íslenskrar tónlistar hafi þá bent henni á að bóka bæði VÖK og Hatara, þar sem sveitirnar væru með sama umboðsmann. Sigtryggur hafi komið henni henni í samband við umboðsmann sveitanna í desember og komist hafi verið að samkomulagi um að sveitirnar kæmu báðar fram á hátíðinni. Eftir nokkra ítrekunarpósta hafi Wiktoria síðan fengið undirritaðan samning um þátttöku Hatara. Samningur frá VÖK hafi hins vegar aldrei borist þrátt fyrir vilyrði um slíkt. „Vegna þess að VÖK ákvað að koma ekki þá misstum við stóran fjárfesti frá borðinu,“ segir Wiktoria og segir þá fjármuni sem hátíðin varð af nema um 12 milljónum íslenskra króna. Hún hafi þá haldið áfram skipulagi hátíðarinnar. Samskiptum hennar við VÖK, Hatara og umboðsmann sveitanna var þó ekki lokið.Wiktoria er afar ósátt við það hvernig Hatari stóð að málum og svo eftirmála þeirra viðskipta.„Í maí ákvað ég að hafa aftur samband við umboðsmann sveitanna og spyrja hvort það væri í lagi ef VÖK fengi greitt eftir hátíðina, þar sem tíminn var orðinn naumur,“ segir Wiktoria og vísar þar til þess að erfitt hefði reynst að tryggja fjármagn til þess að greiða sveitinni fyrir fram, þar sem stutt hafi verið í hátíðina.Vönduðu Wiktoriu ekki kveðjurnar Wiktoria segir að þá hafi henni borist harðort svar frá umboðsmanninum um að hvorki Hatari né VÖK myndu koma fram á hátíðinni, þrátt fyrir samning undirritaðan af fulltrúum Hatara um að sveitin tæki þátt. Hún segist þá hafa svarað því til að Hatara væri frjálst að draga sig út úr verkefninu gegn því að greiða fyrir bókun nýs listamanns, eins og kveðið væri á um í samningnum. Þá hafi umboðsmaður sveitanna hætt að svara skilaboðum hennar. Stuttu síðar, þegar Wiktoria var í sumarfríi í Tékklandi ásamt eiginmanni sínum, Grímúlfi Finnbogasyni, segir hún Einar Stefánsson, sem er meðlimur beggja sveita, hafa haft samband við sig. Hann hafi stungið upp á því að Hatari yrði aðalnúmer hátíðarinnar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að sveitin fengi sex sinnum meira greitt en upphaflega hafði verið samið um. Wiktoria segist þá hafa tjáð honum að það væri ekki mögulegt þar sem fjármagnið til þess væri einfaldlega ekki til staðar. „Þá varð hann mjög óvinveittur og kallaði mig klikkaða. Hann endaði síðan á að segja að hann vildi ekki vinna með mér,“ segir Wiktoria. Úthrópuð sem þjófur af aðdáendum Hatara Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Wiktoria segir vandamálið hins vegar ekki hafa legið hjá sér, heldur Hatara. „Í kjölfarið fengum við mjög neikvæð viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar og vorum kölluð þjófar. Við urðum fyrir mikilli neikvæðni og álit almennings á okkur beið hnekki.“ Wiktoria segist í kjölfarið hafa fengið taugaáfall vegna alls þessa. „Þetta væri líklega allt í lagi ef þeir hefðu ekki sagt að þetta væri okkur að kenna,“ segir Wiktoria, sem stofnaði í kjölfar málsins Karolina Fund-styrktarsíðu með það fyrir augum að halda hátíðinni réttu megin við núllið. Hún hefur sem áður sagði stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Er fyrirhugað að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan september. Dómsmál Pólland Tónlist Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Aðstandendur tónleikahátíðarinnar Iceland to Poland hyggjast stefna hljómsveitinni Hatara vegna vanefnda og svika. Þau hjá Hatara hafa brugðist við með stuttri yfirlýsingu:Til þeirra sem málið varðar,Svikamyllu ehf. hefur ekki borist stefna af neinu tagi. Ástæðan fyrir því að margmiðlunarverkefnið Hatari hætti við þáttöku í þessari hátíð er að það var ekki séð fram á að sveitin fengi greitt fyrir sína framkomu.Virðingarfyllst, Svikamylla ehf.Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Einar Hrafn Stefánsson, sem nefndur er sérstaklega til leiks í stefnu sem Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur tekið saman á hendur Hatara, sagði í stuttu samtali við Vísi að hann kannaðist við téðar deilur en hann hafi ekki séð neina stefnu. En, kaus svo að bregðast við frekari fyrirspurnum með samráði við aðra meðlimi Hatara og þá með áðurnefndri yfirlýsingu. Samkvæmt heimildum Vísis fór stefnan í birtingu í dag.Lögmaður Wiktoriu er Sævar Þór Jónsson en stefnan fór í birtingu í dag.Vísir/VilhelmWiktoria Joanna Ginter er aðalskipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland og hún segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka hljómsveitina Hatara á hátíðina. Wiktoria segir sveitina hafa skrifað undir samning sem kveður á um að Hatari komi fram en hljómsveitin hafi síðan hætt við í kjölfar þess að ekki var orðið við kröfu um sex sinnum hærri þóknun en í fyrstu var um rætt. Eða, svo segir Wiktoria sem hefur nú stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Fer hátíðin fram dagana 20. til 24. ágúst.Bókaði Hatara áður en frægðarsól hljómsveitarinnar reis Í samtali við Vísi um málið segir Wiktoria að sveitin hafi verið bókuð á hátíðina í febrúar, en upphaflega hafi viðræður um þátttöku Hatara í verkefninu hafist í desember 2018. Það var áður en sveitin vann sigur í Söngvakeppni sjónvarpsins og varð þannig framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar. „Hatari var á þessum tíma mun minna þekkt sveit en í dag, á Íslandi vissu ekki margir af þeim, hvað þá í Póllandi. Ég vildi fá þá til Póllands og víkka markaðinn þeirra,“ segir Wiktoria.Hatari á sviðinu í Ísrael í Eurovision-keppninni en framganga þeirra þar vakti mikla og verðskuldaða athygli.Getty/Gui PrivesSegist hún hafa verið vinkona sveitarmeðlima. Hún hafi verið iðin við að koma hljómsveitinni á framfæri og mæla með henni við fjölda fólks. Hún hafi einnig þýtt texta sveitarinnar yfir á pólsku sem vinagreiða við Matthías Tryggva Haraldsson, annan söngvara sveitarinnar, þar sem hann vildi þjónusta stærsta erlenda minnihlutahóp Íslands.Samningur fyrirliggjandi Wiktoria hafði hugsað sér að bóka GusGus sem aðalnúmer hátíðarinnar, en segir það ekki hafa gengið þegar litið var til tímasetninga. Sigtryggur Baldursson hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar íslenskrar tónlistar hafi þá bent henni á að bóka bæði VÖK og Hatara, þar sem sveitirnar væru með sama umboðsmann. Sigtryggur hafi komið henni henni í samband við umboðsmann sveitanna í desember og komist hafi verið að samkomulagi um að sveitirnar kæmu báðar fram á hátíðinni. Eftir nokkra ítrekunarpósta hafi Wiktoria síðan fengið undirritaðan samning um þátttöku Hatara. Samningur frá VÖK hafi hins vegar aldrei borist þrátt fyrir vilyrði um slíkt. „Vegna þess að VÖK ákvað að koma ekki þá misstum við stóran fjárfesti frá borðinu,“ segir Wiktoria og segir þá fjármuni sem hátíðin varð af nema um 12 milljónum íslenskra króna. Hún hafi þá haldið áfram skipulagi hátíðarinnar. Samskiptum hennar við VÖK, Hatara og umboðsmann sveitanna var þó ekki lokið.Wiktoria er afar ósátt við það hvernig Hatari stóð að málum og svo eftirmála þeirra viðskipta.„Í maí ákvað ég að hafa aftur samband við umboðsmann sveitanna og spyrja hvort það væri í lagi ef VÖK fengi greitt eftir hátíðina, þar sem tíminn var orðinn naumur,“ segir Wiktoria og vísar þar til þess að erfitt hefði reynst að tryggja fjármagn til þess að greiða sveitinni fyrir fram, þar sem stutt hafi verið í hátíðina.Vönduðu Wiktoriu ekki kveðjurnar Wiktoria segir að þá hafi henni borist harðort svar frá umboðsmanninum um að hvorki Hatari né VÖK myndu koma fram á hátíðinni, þrátt fyrir samning undirritaðan af fulltrúum Hatara um að sveitin tæki þátt. Hún segist þá hafa svarað því til að Hatara væri frjálst að draga sig út úr verkefninu gegn því að greiða fyrir bókun nýs listamanns, eins og kveðið væri á um í samningnum. Þá hafi umboðsmaður sveitanna hætt að svara skilaboðum hennar. Stuttu síðar, þegar Wiktoria var í sumarfríi í Tékklandi ásamt eiginmanni sínum, Grímúlfi Finnbogasyni, segir hún Einar Stefánsson, sem er meðlimur beggja sveita, hafa haft samband við sig. Hann hafi stungið upp á því að Hatari yrði aðalnúmer hátíðarinnar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að sveitin fengi sex sinnum meira greitt en upphaflega hafði verið samið um. Wiktoria segist þá hafa tjáð honum að það væri ekki mögulegt þar sem fjármagnið til þess væri einfaldlega ekki til staðar. „Þá varð hann mjög óvinveittur og kallaði mig klikkaða. Hann endaði síðan á að segja að hann vildi ekki vinna með mér,“ segir Wiktoria. Úthrópuð sem þjófur af aðdáendum Hatara Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Wiktoria segir vandamálið hins vegar ekki hafa legið hjá sér, heldur Hatara. „Í kjölfarið fengum við mjög neikvæð viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar og vorum kölluð þjófar. Við urðum fyrir mikilli neikvæðni og álit almennings á okkur beið hnekki.“ Wiktoria segist í kjölfarið hafa fengið taugaáfall vegna alls þessa. „Þetta væri líklega allt í lagi ef þeir hefðu ekki sagt að þetta væri okkur að kenna,“ segir Wiktoria, sem stofnaði í kjölfar málsins Karolina Fund-styrktarsíðu með það fyrir augum að halda hátíðinni réttu megin við núllið. Hún hefur sem áður sagði stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Er fyrirhugað að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan september.
Dómsmál Pólland Tónlist Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira