Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum.
Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma.
„Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu.
„Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“
Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018.
Carnegie metur Arion 7,5 prósentum yfir markaðsgengi
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent