Carnegie metur Arion 7,5 prósentum yfir markaðsgengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira