Zara Larsson kom vitavörðum á óvart á Akranesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 21:17 Zara Larsson þenur hér raddböndin í Akranesvita (t.h.). Hún var ánægð með hljómburðinn. Mynd/Samsett Sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina, skellti sér í ferðalag um Ísland eftir seinni tónleika Sheerans á sunnudag. Larsson hefur m.a. komið við í Akranesvita, skoðað Skógafoss og kannað Snæfellsnes.Sjá einnig: Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Larsson hefur verið iðin við að birta myndir og myndbönd úr ferðalaginu á Instagram, þar sem um sex milljónir fylgja henni. Eftir partístand helgarinnar, þar sem Larsson og hljómsveit hennar buðu Sheeran og fylgdarliði til veislu, hélt hún út á land. Hún kannaði Suðurland í gær og í dag hélt hún vestur á bóginn og kíkti bæði út á Akranes og Snæfellsnes. „Fann vita á Íslandi með góðum hljómburði. Njótið nasanna á mér,“ skrifaði Larsson við myndband sem hún birti af sér að þenja raddböndin í Akranesvita í dag. View this post on InstagramFound a lighthouse in iceland with good acoustics. Enjoy my nostrils A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Aug 14, 2019 at 4:48am PDT Forstöðumenn Akranesvita birtu jafnframt sjálfir myndband af því þegar Larsson brast í söng í vitanum. Myndbandið má sjá hér að neðan.Þá smelltu þeir einnig mynd af henni við vitann í dag, þar sem hún kom í för með móður sinni. Á þeim tímapunkti voru starfsmenn vitans þó ekki meðvitaðir um að þar færi heimsfræg söngkona. „Í dag kom sænsk söngkona í Akranesvitann með móður sinni. Þær mæðgur eru búsettar í Stokkhólmi. Þeim fannst hljómburður vitans alveg ótrulega flottur og hver veit nema að þær eigi eftir að heimsækja vitann einhvern tímann aftur,“ er skrifað undir myndina á Facebook-síðu vitans.Sjá einnig: Launin fóru niður en lífsgæðin upp Vísir ræddi við Hilmar Sigvaldason vitavörð í Akranesvita í fyrra. Hann sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok árs 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum. Viðtalið við Hilmar má lesa hér.Larsson og móðir hennar við Akranesvita.Mynd/AkranesvitiLarsson er 21 árs og hefur slegið í gegn um allan heim með slögurum á borð við Symphony, Lush Life og Ain‘t My Fault. Larsson er sannkallaður Íslandsvinur en hún hélt tónleika hér á landi árið 2017. Þá er tónlistarmyndbandið við lag hennar Never Forget You tekið upp á Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan.Og hér að neðan má sjá fleiri myndir úr ferðalagi Larsson.Í kvöldsólinni í stuðlaberginu.Instagram/@zaralarssonSöngkonan kíkti inn í Hallgrímskirkju, sem skartar regnbogalitum í tilefni Hinsegindaga.instagram/@zaralarssonLarsson við rammíslenskan læk.instagram/@zaralarsson Akranes Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Tónlist Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Sjá meira
Sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina, skellti sér í ferðalag um Ísland eftir seinni tónleika Sheerans á sunnudag. Larsson hefur m.a. komið við í Akranesvita, skoðað Skógafoss og kannað Snæfellsnes.Sjá einnig: Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Larsson hefur verið iðin við að birta myndir og myndbönd úr ferðalaginu á Instagram, þar sem um sex milljónir fylgja henni. Eftir partístand helgarinnar, þar sem Larsson og hljómsveit hennar buðu Sheeran og fylgdarliði til veislu, hélt hún út á land. Hún kannaði Suðurland í gær og í dag hélt hún vestur á bóginn og kíkti bæði út á Akranes og Snæfellsnes. „Fann vita á Íslandi með góðum hljómburði. Njótið nasanna á mér,“ skrifaði Larsson við myndband sem hún birti af sér að þenja raddböndin í Akranesvita í dag. View this post on InstagramFound a lighthouse in iceland with good acoustics. Enjoy my nostrils A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Aug 14, 2019 at 4:48am PDT Forstöðumenn Akranesvita birtu jafnframt sjálfir myndband af því þegar Larsson brast í söng í vitanum. Myndbandið má sjá hér að neðan.Þá smelltu þeir einnig mynd af henni við vitann í dag, þar sem hún kom í för með móður sinni. Á þeim tímapunkti voru starfsmenn vitans þó ekki meðvitaðir um að þar færi heimsfræg söngkona. „Í dag kom sænsk söngkona í Akranesvitann með móður sinni. Þær mæðgur eru búsettar í Stokkhólmi. Þeim fannst hljómburður vitans alveg ótrulega flottur og hver veit nema að þær eigi eftir að heimsækja vitann einhvern tímann aftur,“ er skrifað undir myndina á Facebook-síðu vitans.Sjá einnig: Launin fóru niður en lífsgæðin upp Vísir ræddi við Hilmar Sigvaldason vitavörð í Akranesvita í fyrra. Hann sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok árs 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum. Viðtalið við Hilmar má lesa hér.Larsson og móðir hennar við Akranesvita.Mynd/AkranesvitiLarsson er 21 árs og hefur slegið í gegn um allan heim með slögurum á borð við Symphony, Lush Life og Ain‘t My Fault. Larsson er sannkallaður Íslandsvinur en hún hélt tónleika hér á landi árið 2017. Þá er tónlistarmyndbandið við lag hennar Never Forget You tekið upp á Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan.Og hér að neðan má sjá fleiri myndir úr ferðalagi Larsson.Í kvöldsólinni í stuðlaberginu.Instagram/@zaralarssonSöngkonan kíkti inn í Hallgrímskirkju, sem skartar regnbogalitum í tilefni Hinsegindaga.instagram/@zaralarssonLarsson við rammíslenskan læk.instagram/@zaralarsson
Akranes Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Tónlist Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning