Tölvuforrit geti brenglað verð til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:00 Tölvuyrki höfðu meiri áhuga á ferðum til Íslands en raunverulegir ferðalangar ef marka má úttekt netöryggisfyrirtækisins. Getty/Oscar Bjarnason Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins. Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins.
Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira