Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent