Pyndingar á hinsegin fólki risastórt vandamál heimsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:15 Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur hjá Mannréttindaráði SÞ í málefnum hinsegin fólks. Mynd/aðsend Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira