Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2019 18:30 Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, segir óeðlilegt að skoða þurfi hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fái réttláta málsmeðferð. Stöð 2/Baldur Hrfafnkell Jónsson Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira