Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 11:36 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira