Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 08:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland. Mynd/AP. Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42