Lífið

Mál­verk af Trump vekur kátínu net­verja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málverkið af Trump hefur vakið upp ýmsar spurningar: Hvar er hann staddur? Er málverkið þurrt eða blautt? Hvað er undir efnisbútnum?
Málverkið af Trump hefur vakið upp ýmsar spurningar: Hvar er hann staddur? Er málverkið þurrt eða blautt? Hvað er undir efnisbútnum? twitter/skjáskot
Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. Verkið heitir „Meistaraverkið“ (e. The Masterpiece) og sýnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhjúpa málverk þar sem hann situr í skrifstofustól í byggingu sem líkist dómkirkju.

Málverkið sem forsetinn afhjúpar sést þó ekki allt þar sem rautt efni hylur mest allt málverkið. Málverkið á málverkinu virðist því vera þornað, þar sem efnið hylur það, en samt heldur forsetinn enn á málningarpallettu.

Netverjar hafa ekki látið á sér standa og eru strax byrjaðir að búa til grínmyndir, svokölluð meme, af málverkinu. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir og hefur málverkið sem forsetinn afhjúpað breyst í þekkt meme.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×