Lögreglan hafði afskipti af fjölmörgum ökumönnum Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 07:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/vilhelm Alls komu 90 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tólf tíma tímabili, frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í nótt. Átta einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu ýmissa brota. Á sjöunda tímanum í gærkvöld voru tveir ökumenn stöðvaðir, einn í Grafarholti og annar í Hlíðahverfi. Sá sem stöðvaður var í Hlíðunum er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu. Þá reyndi ökumaðurinn að hlaupa af vettvangi en hann var vistaður í fangageymslu lögreglu og er málið nú til rannsóknar. Þá var maður handtekinn í miðborginni, grunaður um þjófnað og eignaspjöll og var sá vistaður í fangageymslu. Í nótt var svo annar maður handtekinn fyrir eignaspjöll. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Tveir til viðbótar voru stöðvaðir í miðborginni í nótt og eru báðir ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar þeirra virti ekki umferðarmerki og notaði ekki öryggisbelti við aksturinn og var með farþega sem grunaður er um vörslu fíkniefna. Á Kjalarnesi stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Að auki var bifreiðin ótryggð og því skráningarnúmer klippt af. Með í för var tólf ára barn ökumannsins og var tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Alls komu 90 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tólf tíma tímabili, frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í nótt. Átta einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu ýmissa brota. Á sjöunda tímanum í gærkvöld voru tveir ökumenn stöðvaðir, einn í Grafarholti og annar í Hlíðahverfi. Sá sem stöðvaður var í Hlíðunum er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu. Þá reyndi ökumaðurinn að hlaupa af vettvangi en hann var vistaður í fangageymslu lögreglu og er málið nú til rannsóknar. Þá var maður handtekinn í miðborginni, grunaður um þjófnað og eignaspjöll og var sá vistaður í fangageymslu. Í nótt var svo annar maður handtekinn fyrir eignaspjöll. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Tveir til viðbótar voru stöðvaðir í miðborginni í nótt og eru báðir ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar þeirra virti ekki umferðarmerki og notaði ekki öryggisbelti við aksturinn og var með farþega sem grunaður er um vörslu fíkniefna. Á Kjalarnesi stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Að auki var bifreiðin ótryggð og því skráningarnúmer klippt af. Með í för var tólf ára barn ökumannsins og var tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira