Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Valgerður Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Bandarísk ungmenni slógust með í för. Vísir/Getty Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. Kröfðust aðgerðasinnar, ungir sem aldnir, aukinna aðgerða ráðamanna til að sporna við loftslagsvandanum. Nokkur hundruð ungmenni fylktu liði ásamt Gretu að höfuðstöðvunum og báru mótmælaspjöld sem á stóð meðal annars: „Hjálp, það er kviknað í heimili mínu.“ „Ef þið látið ekki eins og fullorðið fólk, munum við gera það“ og „vísindi, ekki þögn“ (e. science not silence). Sumir voru klæddir bolum sem á stóð „In Greta we trust“ eða „við treystum Gretu“. Thunberg mun 23. september næstkomandi tala á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsmál þegar leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í New York. Hún vakti heimsathygli með því að sigla til New York frá Svíþjóð á sólarknúnum báti og tók ferðin um tvær vikur. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið undir með Thunberg um að heimurinn standi frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og hefur skorað á þjóðarleiðtoga að koma á ráðstefnuna í næstu viku með raunhæf áform um hvernig leysa megi úr vandanum. Hefur Thunberg tekið sér árs frí úr skóla til þess að fara loftslagsherferð sína til Ameríku. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. 17. ágúst 2019 18:17 Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. Kröfðust aðgerðasinnar, ungir sem aldnir, aukinna aðgerða ráðamanna til að sporna við loftslagsvandanum. Nokkur hundruð ungmenni fylktu liði ásamt Gretu að höfuðstöðvunum og báru mótmælaspjöld sem á stóð meðal annars: „Hjálp, það er kviknað í heimili mínu.“ „Ef þið látið ekki eins og fullorðið fólk, munum við gera það“ og „vísindi, ekki þögn“ (e. science not silence). Sumir voru klæddir bolum sem á stóð „In Greta we trust“ eða „við treystum Gretu“. Thunberg mun 23. september næstkomandi tala á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsmál þegar leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í New York. Hún vakti heimsathygli með því að sigla til New York frá Svíþjóð á sólarknúnum báti og tók ferðin um tvær vikur. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið undir með Thunberg um að heimurinn standi frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og hefur skorað á þjóðarleiðtoga að koma á ráðstefnuna í næstu viku með raunhæf áform um hvernig leysa megi úr vandanum. Hefur Thunberg tekið sér árs frí úr skóla til þess að fara loftslagsherferð sína til Ameríku.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. 17. ágúst 2019 18:17 Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. 17. ágúst 2019 18:17
Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12
Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15