Máttur lyginnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:30 Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar