Brettum upp ermar Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:53 Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun