Konan sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er komin í leitirnar. Konan fannst heil á húfi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þakkar lögreglan fyrir veitta aðstoð.
Leitað var að konunni með hjálp björgunarsveita í dag og var meðal annars leitað í Grafarvogi í Reykjavík.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:21.
Konan sem lögregla lýsti eftir fannst heil á húfi
Eiður Þór Árnason skrifar
