Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 10:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar. Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar.
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15