Innlent

Hljóp um götur á adamsklæðunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dagbók lögreglu kemur fram að alls hafi verið 106 bókanir hjá lögreglunni frá sjö í gærkvöldi til sex í morgun og að sex aðilar hafi gist í fangageymslu.
Í dagbók lögreglu kemur fram að alls hafi verið 106 bókanir hjá lögreglunni frá sjö í gærkvöldi til sex í morgun og að sex aðilar hafi gist í fangageymslu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem var í annarlegu ástandi og hafði afklætt sig og gengið allsber um götur miðborgarinnar. Nokkur útköll voru til komin vegna ölvunar í nótt og var nokkuð um verkefni sem tengdust hávaða, ölvun, heimilisofbeldi, líkamsárásum og sjálfsvígshótunum.

Í dagbók lögreglu kemur fram að alls hafi verið 106 bókanir hjá lögreglunni frá sjö í gærkvöldi til sex í morgun og að sex aðilar hafi gist í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan átta barst lögreglunni tilkynning um að búið væri að úða gylltri málningu á tvo bíla. Seinna um kvöldið sást svo maður vera að henda hlutum út á götu og var hann handtekinn. Skór hann reyndust útataðir í gylltri málningu og er hann grunaður um að hafa spreyjað á bílana.

Þá barst í nótt tilkynning um hávaða frá samkvæmi og að börn væru í íbúðinni. Í dagbók lögreglu segir að málið hafi verið afgreitt á vettvangi og tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×