Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 16:10 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45