Mál til að rífast um Guðmundur Steingrímsson skrifar 2. september 2019 08:00 Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu. Það er ekki laust við að í mínum huga gæti viss söknuðar. Ég hef um nokkurt skeið, reyndar við dræmar undirtektir — en stundum kátínu — stungið upp á því á hverjum þeim mannamótum sem ég tek þátt í, að orkupakkinn verði á einhverjum tímapunkti ræddur. Að teknir verði tveir, þrír tímar, helst eftir nokkra bjóra og þrætt duglega. Versta er að ég hitti alltof sjaldan fólk sem er á móti orkupakkanum og því fellur þessi tillaga mín jafnan um sjálft sig. Þó hef ég reyndar oft orðið vitni að því að fólk sem er fullkomlega sammála um mál getur samt deilt fimlega um það, sérstaklega ef það er komið soldið fram á nótt í samkvæmi. Á þeim grunni hef ég haldið í vonina. Síðasta tilraun mín til að efna til hressandi erja um orkupakkann í vinahópi rann þó algjörlega út í sandinn um helgina og með mun meira afgerandi hætti en hinar tilraunir mínar. Ég spurði, gáskafullur: „Og hvenær eigum við svo að ræða orkupakkann?“ Annar svaraði: „Orkupakkann? Það þarf ekkert að ræða hann. Málflutningurinn er svo fáránlegur. Þessir menn eru í rauninni að halda því fram að fólk geti bankað upp á hjá manni með framlengingarsnúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Það sjá allir að það er rugl.“ Þessi líking við nauðhyggjurökin um að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til útlanda ef orkupakkinn fer í gegn var æði snaggaraleg. Auðvitað getur enginn mætt með snúru og krafist þess að fá að stinga í samband. Við ráðum. Af sjónarhóli umræðunnar var þetta hins vegar bagalegt. Hún varð engin eftir þetta.Hvað svo? Og í dag semsagt verður þetta prýðilega þrætuepli til lykta leitt. Í mér er beygur. Hvað tekur við? Auðvitað gengur ekki að þjóðfélagið verði deilulaust. Um hvað getum við rifist? Hugsanlegt er að dusta megi rykið, a.m.k. um stundarsakir, af gömlum og óútkljáðum deilumálum sem klikka aldrei: Reykjavíkurflugvöllur, vera eða fara? Lúpínan, með eða á móti? Snarpt orðaskak um þessi fornu álitamál gæti fleytt þjóðinni yfir þennan hjalla, þar til nýtt, ferskt deilumál skýtur upp kollinum. Til þess að halda í hefðirnar þarf næsta deilumál þó helst að vera um ekki neitt. Það þarf líka að vera hæfilega sérhæft og óáhugavert, helst frá Brussel, svo það sé hægt að skálda upp alls konar ósannindi í kringum það og rífast svo um þau. Ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir beyg, þá hef ég trú. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að vísir að næsta rifrildismáli skjóti upp kollinum fyrir lok vikunnar. Ég veit það er djarft, en sanniði til. Margir hér á landi eru einfaldlega orðnir það flinkir í þessu að þeir geta búið til svona deilu í raun án þess að hugsa. Þetta bara vellur upp úr þeim. Fyrir þeim er þetta eins og að fara á klósettið. Sjálfsagt mál. Daglegt brauð. Þetta er bara eitthvað sem kemur. Næstum því áreynslulaust.Fjarlæg pæling Auðvitað mætti þó hugsa sér — þó ekki nema einungis sér til dægrastyttingar í einrúmi — að í einhvern tiltekinn tíma, núna í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, verði þjóðfélagsumræðunni þannig háttað að skæra að tilefnislausu njóti ekki við. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsmynd sem þá blasir við. Það mætti ímynda sér að þjóðin sökkvi sér í málefnalega umræðu um það hvað Íslendingar þurfi að gera til þessa að mæta neyðarástandi í loftslagsmálum. Það væri hægt að efna til djúprar greiningar á því hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið. Svo mætti gera plön um það hvernig hátta ætti ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi. Það mætti ræða umbætur í skólakerfinu og hvernig hægt er betur að draga fram styrkleika hvers og eins. Það mætti ræða velferðarkerfið og guð má vita hvað. En hver nennir þessu? Í staðinn fyrir að hlúa að og efna til einhvers konar alhliða samtals, greiningar og áætlunargerðar um alla þessa stóru hluti í samfélaginu er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að rífast um ekki neitt. Það er miklu meiri sköpun í því að kokka upp deilumál frá grunni. Það krefst svo miklu meira listfengis að snúa markvisst út úr orðum og smíða góðar samsæriskenningar. Orkan okkar á að fara í þannig hluti.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun