Dugar ekki lengur að geyma hjólin í geymslu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 19:30 Nú dugar ekki lengur að læsa hjólin í geymslu á höfuðborgarsvæðinu vegna bíræfna þjófa sem hafa látið greipar sópa. Lögreglan segir að skoða þurfi hvort verið sé að senda hjólin úr landi. Hjólaþjófnaður hefur aukist það sem af er ári og stendur lögregla og almenningur í ströngu við að endurheimta þessa gripi. „Já, það virðist hækka um 50 til 100 má á ári,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 var lögreglu tilkynnt um 269 reiðhjólaþjófnaði, á sama tímabili árið 2018 voru tilkynningarnar 301 en 383 það sem af er þessu ári.Þjófarnir eru hvað iðnastir í miðborginni, Vesturbænum, Hlíðunum og Laugardal. Minna hefur borið á þjófnaði í öðrum hverfum og bæjum.Guðmundur segir miðborgina miðpunktinn í öllum tegundum afbrota sem skýri vafalaust þessar tölur. Aukninguna á liðnum árum mega mögulega rekja til aukinnar reiðhjólaeignar sem fylgi góðu efnahagsástandi. „Það er mismunandi umhirða. Sumir ganga vel frá hjólunum sínum en aðrir ekki. Þannig að það er allur bragur á þessu,“ segir Guðmundur.Gekk inn á hjólasafnara Lögreglan reyni sitt besta við rannsókn slíkra mála og vísbendingum fylgt eftir ef þær eru fyrir hendi.Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill„Til dæmis í síðustu viku þá kannaði ég tvo staði þar sem er töluvert mikið af reiðhjólum. Og búið að tilkynna okkur um þá staði. Það reyndust bara vera safnarar sem safna gömlum hjólum og kaupa þau, jafnvel af Sorpu. Engin stolin hjól þar,“ segir Guðmundur.Þarfnast skoðunar með tollayfirvöldum Hann segir orðróm um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við þjófnaðinn en ekkert liggi fyrir. „Við höfum ekki séð að það sé verið að flytja þetta úr landi en sannarlega gæti það verið og þarf í raun og veru að skoðast betur í samvinnu við tollayfirvöld. Og það er verið að selja stolin hjól á hinum ýmsu samskiptamiðlum, það er engin spurning.“ „Svo virðist vera að nokkrir aðilar beri ábyrgð á þessum þjófnaði en Guðmundur segir ekki einu sinni duga lengur að hafa hjól í geymslu. „Þá er bara ein leið eftir, það er hreinlega að fara með hjólið inn í íbúðina sína og geyma það þar.“Bíræfnir þjófar Þessa alda hefur valdið því að margir eru varir um sig og er lögreglustjórinn sjálfur ekki óhultur því hjóli eiginmanns hennar var stolið í Vesturbænum. Má sjá færslur á samfélagsmiðlum þar sem varað er við grunsamlegum mannaferðum. Atkvæðamestur á því sviði er Bjartmar Leósson sem hefur fundið fjölda hjóla í eftirlitsferðum. Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara að leita að stolnum hjólum segist Bjartmar hafa tekið eftir nokkuð sérkennilegu atviki í miðbænum.Bjartmar Leósson.Vísir/Egill„Ég tók bara eftir þremur hjólum í Háspennu við Hlemm. Þau stóðu inni í anddyri, voru með einhverja hræódýra lása á sér. Mér fannst það ekki stemma. Ég athugaði málið nánar og í ljós kom að allt var stolið. Upp frá því fór ég að hugsa hvað ég hafði séð marga segja frá því að hjólunum þeirra hefði verið stolið og ég ákvað því að hjóla í þetta,“ segir Bjartmar.Hefur komið fjölda hjóla í réttar hendur Hann segist sjálfur hafa komið um 15 til 20 hjólum í hendur eigenda. „Gróflega reiknað er samanlagt verðmæti þessara hjóla eitthvað í kringum eina og hálfa milljón króna,“ segir Bjartmar. Hann segist stundum fara í skipulagðar eftirlitsferðir en hann komist hreinlega ekki hjá því að sjá óeðlilegt atferli þegar hann er ekki einu sinni að leita. „Eins og á mánudag, þá ætlaði ég í smá göngutúr með tónlist til að hreinsa hugann. Um leið og ég labba út sé ég einn sem ég kannast við og fer að taka myndir af honum. Þetta er úti um allt. Það liggur við að ég segi að ég syndi í þessu þegar ég fer út í Bónus. Þetta eru ákveðin andlit sem ég kannast við og veit hverjir eru. Menn á erfiðum stað í lífinu á nýjum og flottum hjólum sem kemur í ljós að eru stolin,“ segir Bjartmar.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSNoti örugga lása Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í einstaklingsforvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands, segir VÍS leggja áherslu á við sína viðskiptavini að læsa hjólunum með öflugum lásum. Á lásum er oft á tíðum gefið upp öryggisstig þeirra frá einum og upp í tíu. Sigrún segir þjófa í borginni búna góðum klippum og því dugi ekki veikbyggðir lásar. Hún ráðleggur einnig fólki að læsa hjólunum jafnvel þó þau séu geymd inni í hjólageymslum. Þá þurfi að huga að því að læsa hjólastellinu sjálfu, ekki bara dekkjunum því í dag sé auðvelt að smella dekkjum af hjólum. Þá þurfi einnig að hafa gætur á því að læsa hjólinu við örugga hluti sem ekki er hægt að losa auðveldlega. Hjá VÍS er hægt að fá hjól sem stolið er bætt í gegnum Fplús en til að fá það bætt þarf að fylgja með nóta fyrir hjólinu eða einhverskonar samskipti um kaupin ef það var keypt notað. Einnig er gerð krafa um lögregluskýrslu og að hjólið hafi verið læst. Hjá VÍS hafa borist 72 tilkynningar um stolin hjól það sem af er á en hjá Tryggingamiðstöðinni eru þær 62. Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Nú dugar ekki lengur að læsa hjólin í geymslu á höfuðborgarsvæðinu vegna bíræfna þjófa sem hafa látið greipar sópa. Lögreglan segir að skoða þurfi hvort verið sé að senda hjólin úr landi. Hjólaþjófnaður hefur aukist það sem af er ári og stendur lögregla og almenningur í ströngu við að endurheimta þessa gripi. „Já, það virðist hækka um 50 til 100 má á ári,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 var lögreglu tilkynnt um 269 reiðhjólaþjófnaði, á sama tímabili árið 2018 voru tilkynningarnar 301 en 383 það sem af er þessu ári.Þjófarnir eru hvað iðnastir í miðborginni, Vesturbænum, Hlíðunum og Laugardal. Minna hefur borið á þjófnaði í öðrum hverfum og bæjum.Guðmundur segir miðborgina miðpunktinn í öllum tegundum afbrota sem skýri vafalaust þessar tölur. Aukninguna á liðnum árum mega mögulega rekja til aukinnar reiðhjólaeignar sem fylgi góðu efnahagsástandi. „Það er mismunandi umhirða. Sumir ganga vel frá hjólunum sínum en aðrir ekki. Þannig að það er allur bragur á þessu,“ segir Guðmundur.Gekk inn á hjólasafnara Lögreglan reyni sitt besta við rannsókn slíkra mála og vísbendingum fylgt eftir ef þær eru fyrir hendi.Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill„Til dæmis í síðustu viku þá kannaði ég tvo staði þar sem er töluvert mikið af reiðhjólum. Og búið að tilkynna okkur um þá staði. Það reyndust bara vera safnarar sem safna gömlum hjólum og kaupa þau, jafnvel af Sorpu. Engin stolin hjól þar,“ segir Guðmundur.Þarfnast skoðunar með tollayfirvöldum Hann segir orðróm um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við þjófnaðinn en ekkert liggi fyrir. „Við höfum ekki séð að það sé verið að flytja þetta úr landi en sannarlega gæti það verið og þarf í raun og veru að skoðast betur í samvinnu við tollayfirvöld. Og það er verið að selja stolin hjól á hinum ýmsu samskiptamiðlum, það er engin spurning.“ „Svo virðist vera að nokkrir aðilar beri ábyrgð á þessum þjófnaði en Guðmundur segir ekki einu sinni duga lengur að hafa hjól í geymslu. „Þá er bara ein leið eftir, það er hreinlega að fara með hjólið inn í íbúðina sína og geyma það þar.“Bíræfnir þjófar Þessa alda hefur valdið því að margir eru varir um sig og er lögreglustjórinn sjálfur ekki óhultur því hjóli eiginmanns hennar var stolið í Vesturbænum. Má sjá færslur á samfélagsmiðlum þar sem varað er við grunsamlegum mannaferðum. Atkvæðamestur á því sviði er Bjartmar Leósson sem hefur fundið fjölda hjóla í eftirlitsferðum. Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara að leita að stolnum hjólum segist Bjartmar hafa tekið eftir nokkuð sérkennilegu atviki í miðbænum.Bjartmar Leósson.Vísir/Egill„Ég tók bara eftir þremur hjólum í Háspennu við Hlemm. Þau stóðu inni í anddyri, voru með einhverja hræódýra lása á sér. Mér fannst það ekki stemma. Ég athugaði málið nánar og í ljós kom að allt var stolið. Upp frá því fór ég að hugsa hvað ég hafði séð marga segja frá því að hjólunum þeirra hefði verið stolið og ég ákvað því að hjóla í þetta,“ segir Bjartmar.Hefur komið fjölda hjóla í réttar hendur Hann segist sjálfur hafa komið um 15 til 20 hjólum í hendur eigenda. „Gróflega reiknað er samanlagt verðmæti þessara hjóla eitthvað í kringum eina og hálfa milljón króna,“ segir Bjartmar. Hann segist stundum fara í skipulagðar eftirlitsferðir en hann komist hreinlega ekki hjá því að sjá óeðlilegt atferli þegar hann er ekki einu sinni að leita. „Eins og á mánudag, þá ætlaði ég í smá göngutúr með tónlist til að hreinsa hugann. Um leið og ég labba út sé ég einn sem ég kannast við og fer að taka myndir af honum. Þetta er úti um allt. Það liggur við að ég segi að ég syndi í þessu þegar ég fer út í Bónus. Þetta eru ákveðin andlit sem ég kannast við og veit hverjir eru. Menn á erfiðum stað í lífinu á nýjum og flottum hjólum sem kemur í ljós að eru stolin,“ segir Bjartmar.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSNoti örugga lása Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í einstaklingsforvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands, segir VÍS leggja áherslu á við sína viðskiptavini að læsa hjólunum með öflugum lásum. Á lásum er oft á tíðum gefið upp öryggisstig þeirra frá einum og upp í tíu. Sigrún segir þjófa í borginni búna góðum klippum og því dugi ekki veikbyggðir lásar. Hún ráðleggur einnig fólki að læsa hjólunum jafnvel þó þau séu geymd inni í hjólageymslum. Þá þurfi að huga að því að læsa hjólastellinu sjálfu, ekki bara dekkjunum því í dag sé auðvelt að smella dekkjum af hjólum. Þá þurfi einnig að hafa gætur á því að læsa hjólinu við örugga hluti sem ekki er hægt að losa auðveldlega. Hjá VÍS er hægt að fá hjól sem stolið er bætt í gegnum Fplús en til að fá það bætt þarf að fylgja með nóta fyrir hjólinu eða einhverskonar samskipti um kaupin ef það var keypt notað. Einnig er gerð krafa um lögregluskýrslu og að hjólið hafi verið læst. Hjá VÍS hafa borist 72 tilkynningar um stolin hjól það sem af er á en hjá Tryggingamiðstöðinni eru þær 62.
Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30